spot_img
HomeFréttirJón Már Héðinsson í ítarlegu viðtali á heimasíðu Þórs

Jón Már Héðinsson í ítarlegu viðtali á heimasíðu Þórs

13:59

{mosimage}

 

(Jón Már Héðinsson) 

 

Á heimasíðu Þórs á Akureyri er nú að finna ítarlegt viðtal við Jón Má Héðinsson skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Einn af stærstu viðburðunm sem Jón Már tengist í íslenskum körfuknattleik er frá árinu 1978 þegar hann lék með Íþróttafélagi Stúdenta er liðið tók þátt í Evrópukeppni bikarhafa. Lið ÍS mætti þar stórliði F.C. Barcelona og þar lék Jón Már að margra mati sinn besta leik á ferlinum.

 

Hér kemur inngangurinn að viðtalinu við Jón:

 

Þegar saga körfuboltans á Akureyri er skoðuð og litið er yfir farinn veg kemur í ljós að þótt saga Þórs í körfubolta sé að margra mati ekki svo löng, þá er sagan lengri en margan grunar. Sú kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi þekkir aðalega nöfn þeirra leikmanna sem hafa verið í eldlínunni síðasta áratug og kannski rétt rúmlega það og það er að sjálfsögðu ósköp eðlilegt.

Við, sem komin eru á miðjan aldur og rúmlega það eigum okkar minningar um hetjur okkar tíma. Og þegar kafað er ofan í sögukistuna er æði margt forvitnilegt sem vert er að rýna í ekki aðeins fyrir þá kynslóð, heldur alla. Eitt þeirra stóru nafna sem þessi fræga sögukista geymir og verðskuldar svo sannarlega að við skoðun nánar er nafn Jóns Más Héðinssonar, skólameistara Menntaskólans á Akureyri. 

Með því að smella hér er hægt að skoða viðtalið í heild sinni.

Fréttir
- Auglýsing -