spot_img
HomeFréttirJón kominn í 200 stoðsendinga klúbbinn á Spáni

Jón kominn í 200 stoðsendinga klúbbinn á Spáni

CAI Zaragoza fékk skell gegn Valencia í ACB deildinni á Spáni í gær. Ósigurinn kom þó ekki í veg fyrir að Jón Arnór Stefánsson færi í 200 stoðsendinga klúbbinn í ACB deildinni.
 
 
Jón var með 2 stoðsendingar gegn Valencia og komst þannig upp í 200 stoðsendingar.
 
Næsti leikur Zaragoza er gegn Cajasol í ACB deildinni en Cajasol vermir 8. sæti deildarinnar með 2 sigra og 3 tapleiki á meðan Zaragoza situr í 6. sæti með 3 sigra og tvo tapleiki.
  
Fréttir
- Auglýsing -