spot_img
HomeFréttirJón Halldór: Vitum meira á morgun

Jón Halldór: Vitum meira á morgun

„Það var samkvæmt læknum í gærkvöldi ekkert slitið og ekkert brotið,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Grindavíkur kvenna í samtali við Karfan.is í kvöld þegar við inntum hann eftir stöðunni á Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur sem meiddist í gær í viðureign Hauka og Grindavíkur í Domino´s deild kvenna.
 
 
Flytja þurfti Pálínu á brott með sjúkrabifreið eftir að hún meiddist í leiknum í gær. „Við erum að vonast til að Pálína komist að hjá lækni á morgun til að fá frekari niðurstöður. Í fyrstu þá er þetta sennilega tognað liðband og/eða rifinn liðþófi en við vitum meira á morgun,“ sagði Jón Halldór.
  
Fréttir
- Auglýsing -