Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Grindvíkinga var stuttur í spuna eftir tapið gegn Hamri í Domino´s deild kvenna í kvöld. Ívar Örn Guðjónsson ræddi við Jón eftir leik.
5 stiga tap í kvöld, hvað gerist? Við vorum bara lélegar, og Hamar voru bara betri.
Þið vinnið frákasta baráttuna og takið mikið fleiri sóknarfráköst en náið svo ekki að klára sóknirnar hvað er sem veldur? Ef ég vissi það þá hefðum við ekki tapað leiknum, það er bara þannig.
Hvernig lýtur framhaldið út? Tjah, ef við ætlum að spila svona eins og aumingjar þá munum við tapa öllum leikjum sem eftir eru.



