spot_img
HomeFréttirJón Halldór Eðvaldsson: Ef hugarfarið er ekki rétt þá taparðu

Jón Halldór Eðvaldsson: Ef hugarfarið er ekki rétt þá taparðu

10:05

{mosimage}

Keflavík vann ÍS í gærkvöldi í Iceland Express-deild kvenna, 63-72. Karfan.is spjallaði við Jón Halldór þjálfara Keflvíkinga eftir leikinn og hann ekki mjög ánægður með leik liðs síns í leiknum.

Jón sagði að góður leikur ÍS hafi ekki komið sér á óvart. ,,Barátta Stúdína kom mér ekki á óvart. Þær hafa alltaf verið með fínt lið.” sagði hann og bætti við. ,,En þegar við mætum bara með hálfum huga þá gerist það sem gerðist í kvöld. Það skiptir ekki máli hvort þú ert að spila á móti Haukum eða Breiðablik ef hugarfarið er ekki rétt þá taparðu.”

Jón Halldór er ánægður með nýja leikmann liðsins, TaKesha Watson. ,,Mér líst mjög vel á hana. Hún var reyndar eins og restin af liðinu hérna í kvöld, hún gat ekki neitt, þannig er bara það. Þetta er mjög góð stelpa, hún er jákvæð og skemmtileg og hefur góð áhrif á stelpurnar. Það er einmitt það sem við þurftum á að halda.”

Þrátt fyrir að Keflavík hafi ekki verið að spila vel unnu þær.  ,,Ég er mjög sáttur með að vera búinn að vinna fyrstu þrjá leikina í deildinni. Liðið sýndi mikin karakter þegar við unnum Grindavík. Við missum Birnu út á mánudegi og spilum við Grindavík á miðvikudegi, síðan vorum með þrjár stelpur í veikindum og vinnum samt, Það er karakter. Það sýnir að við getum þetta ef hugurinn er í lagi og hann var það ekki í kvöld, þess vegna unnum við ekki stærra en raun bar vitni.”

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -