spot_img
HomeFréttirJón hafði betur í Íslendingaslagnum á Spáni

Jón hafði betur í Íslendingaslagnum á Spáni

CAI Zaragoza tók á móti La Bruja de Oro í ACB deildinni á Spáni í gær. Þarna mættust því landsliðsmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson. Himinn og haf er á milli liðanna í stöðutöflunni á Spáni og hafði Zaragoza nokkuð þægilegan 89-62 sigur í leiknum.
 
Jón Arnór var í byrjunarliði Zaragoza og skoraði 11 stig á rúmum 17 mínútum. Tveir af þremur þristum hans í leiknum rötuðu rétta leið og þá var hann með tvær stoðsendingar og eitt frákast. Haukur Helgi lék í rúmar sjö mínútur í liði La Bruja de Oro og gerði tvö stig.
 
Zaragoza er í 6. sæti deildarinnar á Spáni en Haukur og félagar í eitt sinn liði Manresa en nú La Bruja de Oro eru á botni deildarinnar með 6 sigra og 26 tapleiki.
 
Staðan í ACB deildinni
 
Classification 2012-13 Liga Endesa Day 32 
Pos Team J G P PF PC  
1   Real Madrid 31 27 4 2,707 2,350  
2   Labor Kutxa 31 24 7 2,543 2,411  
3   FC Barcelona Regal 32 21 11 2,546 2,297  
4   Valencia Basket 32 20 12 2,602 2,459  
5   Uxue Bilbao Basket 32 19 13 2,628 2,514  
6   CAI Zaragoza 32 19 13 2,504 2,329  
7   Herbalife Gran Canaria 31 17 14 2,282 2,228  
8   Unicaja 32 17 15 2,364 2,353  
9   Blusens Monbus 32 16 16 2,384 2,355  
10   CB Canarias 31 15 16 2,458 2,530  
11   Joventut FIATC 32 15 17 2,477 2,578  
12   Asefa Estudiantes 31 14 17 2,465 2,419  
13   UCAM Murcia CB 31 12 19 2,411 2,574  
14   Blancos de Rueda Valladolid 32 12 20 2,503 2,667  
15   Mad-Croc Fuenlabrada 31 11 20 2,326 2,466  
16   Cajasol 32 11 21 2,288 2,454  
17   Lagun Aro GBC 31 8 23 2,277 2,494  
18   La Bruja de Oro 32 6 26 2,439 2,726
  
Fréttir
- Auglýsing -