Morgunblaðið greinir frá því í dag að Jón Arnór Stefánsson gæti verið á heimleið úr atvinnumennskunni. Á mbl.is segir hann: „Það er ekkert leyndarmál að ég hef verið að velta því fyrir mér.“
Í frétt Morgunblaðsins segir m.a.
„Það er ekki leyndarmál að ég hef verið að velta því fyrir mér. Góðar líkur eru á því að ég komi heim en ég ætla samt sem áður ekki að loka neinum dyrum. Ég ætla bara að skoða mín mál eftir tímabilið,“ sagði Jón þegar Morgunblaðið bar þetta undir hann. Jón spilar nú með Valencia, sem er að berjast um 2. sætið í spænsku deildinni, og fram undan er úrslitakeppni. Samkeppnin er mikil í liðinu, sem og æfingaálagið.