spot_img
HomeFréttirJón fór meiddur af velli í tapi Granada

Jón fór meiddur af velli í tapi Granada

 
Jón Arnór Stefánsson fór meiddur af velli í gær þegar Granada tapaði 79-86 gegn Valladolid. Jón náði að leika í tæpar 22 mínútur í leiknum áður en hann fór meiddur af velli en þá var hann kominn með 5 stig, 2 stoðsendingar og 1 frákast.
Á heimasíðu Granada segir að Jón hafi þurft að yfirgefa leikinn og að í dag muni skýrast betur hvers eðlis meiðslin séu.
 
Eftir tapið í gær er Granada í sautjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með 3 sigra og 10 tapleiki ásamt Alicante sem eru á botninum.
 
Fréttir
- Auglýsing -