spot_img
HomeFréttirJón er límið í liði Lottomatica

Jón er límið í liði Lottomatica

12:00

{mosimage}

Óskar Ófeigur spjallaði við Stefán Eggertsson föður Jóns Arnórs sem var staddur á Ítalíu og sá leik 2 og 3. Þetta var í Fréttablaðinu þriðjudaginn 10. júní.

 

Jón Arnór Stefánsson fékk góða heimsókn því faðir hans Stefán Eggertsson var mættur til Ítalíu og fylgdist með leik tvö sem fram fór í Siena og svo leik þrjú sem var í Róm í fyrrakvöld. Stefán var að sjálfsögðu ekki sáttur með að horfa upp á Lottomatica kasta frá sér leiknum. „Mér fannst það algjör óþarfi að tapa þessum leik eftir að hafa náð svona góðri byrjun. Ég var ekki sáttur með  hvernig þjálfarinn stjórnaði liðinu og mér fannst hann klikka í innáskiptingunum,“ sagði Stefán.  Honum finnst oft á tíðum Jón fá ekki alveg réttu tækifærin. „Mér finnst hann oft skipta Jóni Arnóri út af þegar vel gengur og allt er í blóma. Hann er síðan fljótur að setja Jón inn á þegar allt fer í vitleysu. Jón hitti betur í dag. Hann hefur ekki verið að hitta vel en þeir hafa líka ekki verið að spila mikið upp á skytturnar. Mér finnst hann vera orðinn svolítið lím í þessu liði. Þeir eru klárlega með betra varnarlið þegar Jón er inná,“ sagði Stefán, sem gerir nú ekki mikið af því að heimsækja strákinn. Hann kom þó einnig um jólin. Stefán verður ekki á fjórða leiknum í Róm því hann fór aftur heim í gærmorgun.

Fréttablaðið

Mynd: www.virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -