Í gærkvöldi lauk deildarkeppninni í Domino´s-deild karla. Nú sýnum við hér að neðan helstu tölfræðiforkólfa deildarinnar eftir deildarkeppnina en á daginn kom að Jón Axel Guðmundsson leikmaður Grindavíkur er þrennukóngur deildarinnar með þrjár þrennur en alls litu átta þrennur dagsins ljós í deildarkeppninni. „Hot Rod“ Sherrod Wright var að skora mest í leik þessa vertíðina en hann var með 28,32 stig að meðaltali í leik fyrir Snæfell.
Framlagshæsti leikmaður deildarkeppninnar var Chris Woods með 30,8 framlagsstig að meðaltali í leik og Ægir Þór Steinarsson sem nú sleikir sólina á Spáni á milli þess að sanna sig í LEB Gold deildinni var gjafmildasti maður deildarkeppninnar með 6,84 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Flest stig að meðaltali í leik
| Nr. | Leikmaður | Lið | Leikir | Stig | Meðaltal |
|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Sherrod Nigel Wright | Snæfell | 22 | 623 | 28.32 |
| 2. | Tobin Carberry | Höttur | 22 | 621 | 28.23 |
| 3. | Christopher Woods | FSu | 15 | 416 | 27.73 |
| 4. | Jonathan Mitchell | ÍR | 14 | 369 | 26.36 |
| 5. | Earl Brown Jr. | Keflavík | 15 | 381 | 25.40 |
| 6. | Vance Michael Hall | Þór Þ. | 22 | 525 | 23.86 |
| 7. | Michael Craion | KR | 22 | 507 | 23.05 |
| 8. | Al'lonzo Coleman | Stjarnan | 22 | 456 | 20.73 |
| 9. | Darrel Keith Lewis | Tindastóll | 22 | 455 | 20.68 |
| 10. | Cristopher Caird | FSu | 15 | 291 | 19.40 |
Flestar stoðsendingar að meðaltali í leik
| Nr. | Leikmaður | Lið | Leikir | Sto | Meðaltal |
|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Ægir Þór Steinarsson | KR | 19 | 130 | 6.84 |
| 2. | Pavel Ermolinskij | KR | 15 | 101 | 6.73 |
| 3. | Justin Shouse | Stjarnan | 21 | 117 | 5.57 |
| 4. | Valur Orri Valsson | Keflavík | 21 | 116 | 5.52 |
| 5. | Kári Jónsson | Haukar | 22 | 121 | 5.50 |
| 6. | Jón Axel Guðmundsson | Grindavík | 22 | 115 | 5.23 |
| 7. |
Fréttir |



