spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel stigahæstur í góðum sigri Fraport

Jón Axel stigahæstur í góðum sigri Fraport

Jón Axel Guðmundsson og Fraport Skyliners lögðu Hamborg Towers í kvöld í úrvalsdeildinni í Þýskalandi 96-89. Eftir leikinn eru Skyliners í 12. sæti deildarinnar með 13 sigra og 21 tap það sem af er tímabili.

Jón Axel Guðmundsson var að vanda atkvæðamikill í liði Fraport og var þar á meðal stigahæstur með 24 stig. Við það bætti hann 4 fráköstum og 4 stoðsendingum á tæpum 25 mínútum. Þá var skotnýting hans afar góð eða nærri 60% í öllum leiknum.

Jón átti einnig frábær tilþrif undir lok þriðja leikhluta þegar hann lauk leikhlutanum með flautukörfu, nánast frá miðju. Myndband af tilþrifunum má finna hér að neðan.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -