spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Jón Axel stigahæstur er Ísland lagði Svíþjóð

Jón Axel stigahæstur er Ísland lagði Svíþjóð

Íslenska landsliðið heldur undirbúningi sínum áfram fyrir lokamót EuroBasket sem fer af stað í lok mánaðar.

Liðið er nú statt í Portúgal þar sem það leikur tvo æfingaleiki. Fyrri leikinn vann liðið gegn Svíþjóð í kvöld, 73-70, en á morgun mæta þeir liði heimamanna. Bæði Svíþjóð og Portúgal munu leika á lokamótinu sem fer af stað í lok mánaðar, en hvorugt er þó með Íslandi í riðil.

Stigahæstir fyrir Ísland í kvöld voru Jón Axel Guðmundsson með 15 stig og Martin Hermannsson með 14 stig.

Hér má sjá það helsta úr leik kvöldsins

Ísland hefur því unnið einn leik og tapað tveimur í fyrstu þremur æfingaleikjum sínum. Samkvæmt skipulagi mun liðið leika fimm æfingaleiki í heild, gegn Portúgal annað kvöld og svo gegn Litháen þann 23. ágúst ytra.

Leikur Íslands gegn Portúgal annað kvöld er á dagskrá kl. 19:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV2.

Fréttir
- Auglýsing -