spot_img
HomeFréttirJón Axel og Þórir hefja leik á NIT mótinu

Jón Axel og Þórir hefja leik á NIT mótinu

Tímabilið í háskólaboltanum er ekki alveg búið hjá okkar mönnum þrátt fyrir að hafa misst af tækifærinu að ná í Mars fárið þetta árið.

Jón Axel Guðmundsson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og þeirra lið hefur nefnilega verið boðið að taka þátt í NIT (National International Tournament) mótinu sem hefst í kvöld. Þar mætast bestu lið Bandaríkjana sem ekki komust í Mars fárið.

Davidson og Jón Axel hefja leik í kvöld þegar liðið fær Limpscomb í heimsókn. Davidson tapaði í undanúrslitum Atlantic 10 deildarinnar en fá nú annan séns á titli þennan veturinn.

Þórir og félagar í Nebraska hefja svo leik á morgun gegn Butler. NIT mótið er gríðarlega sterkt enda lið þar sem hafa verið í Marsfárinu síðustu ár.

Úrslitaleikir mótsins fara fram í Madison Square Garden 2.-4. apríl. Fyrir þá sem vilja fylgjast vel með þessu móti auk Mars fársins sem fer af stað seinni part viku er vert að benda á ESPN spilarann þar sem hægt er að horfa á alla leikina löglega og fyrir einungis 11,9 dollara á mánuði.

Fréttir
- Auglýsing -