spot_img
HomeFréttirJón Axel og Sylvía best á NM

Jón Axel og Sylvía best á NM

Jón Axel Guðmundsson, Grindavík, leikmaður U18 ára landsliðs karla og Sylvía Rún Hálfdánardóttir, Haukar, leikmaður U16 ára landsliðs kvenna voru í dag kjörin bestu leikmenn Norðurlandamótsins í sínum flokkum. Jón hefur verið magnaður í U18 ára karlakeppninni og Sylvía sömuleiðis í U16 ára kvennakeppninni. Bæði voru þau að sjálfsögðu valin í úrvalslið mótsins en Emelía Ósk Gunnarsdóttir var einnig valin í úrvalsliðið í U16 ára flokki kvenna. Þá var Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík, valin í úrvalsliðið í U18 ára kvenna og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR, valinn í úrvalslið U16 ára karla.
 
 
Jón Axel Guðmundsson – Grindavík – helstu tölur á NM 2014 (tölur til þessa, einn leikur eftir sem stendur nú yfir)
29,3 stig – 6,5 fráköst – 3,3 stoðsendingar og 27,5 framlag.
 
Sylvía Rún Hálfdanardóttir – Haukar
13,8 stig – 10,2 fráköst og 1,8 stoðsending – 14,4 í framlag
 
Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík
8,4 stig – 3,4 fráköst og 1,2 stoðsendingar – 5,0 í framlag

Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík
18,8 stig – 7,4 fráköst – 2,2 stoðsendingar og 16,2 í framlag.
 
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR
22,2 stig – 5,2 fráköst – 1,8 stoðsendingar og 16,6 í framlag.
 
Myndir/ [email protected] og SÞB – Jón Axel Guðmundsson er á efri myndinni ásamt liðsmönnum í úrvalsliðinu í flokki U18 ára karla en hér á næst neðstu myndinni eru þær Sylvía Rún Hálfdanardóttir og Emelía Ósk Gunnarsdóttir ásamt leikmönnum í úrvalsliði U16 kvenna. Á neðstu myndinni er Sara Rún Hinriksdóttir í úrvalsliði U18 ára kvenna en Þórir Guðmundur gat ekki verið viðstaddur verðlaunaafhendingu U16 ára liðsins þar sem hann var að spila úrslitaleik um silfrið gegn Dönum þegar verðlaunaafhendingin fór fram.
 
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -