spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel og Pesaro lutu í lægra haldi gegn Varese

Jón Axel og Pesaro lutu í lægra haldi gegn Varese

Jón Axel Guðmundsson og Pesaro lutu í lægra haldi gegn Varese í kvöld í ítölsku úrvalsdeildinni, 110-99.

Það er ansi mjótt á munum í efri hluta ítölsku deildarinnar, en tapið sendi Pesaro niður í 8. og síðasta sæti úrslitakeppninnar, þar sem þeir eru með 11 sigra og 10 töp það sem af er tímabili.

Jón Axel hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum, en skilaði þremur fráköstum og stoðsendingu á 12 mínútum spiluðum í leiknum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -