spot_img
HomeFréttirJón Axel og Ingvi gjörsigra Valley Forge herskólann

Jón Axel og Ingvi gjörsigra Valley Forge herskólann

Jón Axel Guðmundsson og bróðir hans Ingvi spiluðu fyrir Church Farm skólann í gærkvöldi gegn Valley Forge herskólanum og gjörsigruðu hann 70-28. Jón Axel skoraði 15 stig og Ingvi bætti við 6 stigum. Jón Axel hefur skorað að meðaltali um 22 stig í síðustu þremur leikjum fyrir Church Farm.
 
Gunnar Ólafsson og félagar í St. Francis Terriers töpuðu naumlega gegn New Jersey Institute of Technology, 66-68. Skottilraun Tyreke Jewell, leikmanns St. Francis á lokaflautinu rataði ekki ofan í körfuna. Gunnar spilaði 5 mínútur og skoraði 2 stig. Terriers eru nú 2-8 á tímabilinu.
 
Kristófer Acox og Furman Paladins töpuðu fyrir TCU, gamla skólanum hennar Helenu Sverrisdóttur, 69-80. Leikmenn Furman hittu frábærlega í leiknum með yfir 51% nýtingu utan af velli og 40% þriggja stiga nýtingu. 15 tapaðir boltar gerðu hins vegar gæfumuninn fyrir liðið en TCU skoraði alls 23 stig eftir þessa töpuðu bolta Furman. Furman hafa nú unnið 3 af 8 leikjum sínum í vetur.
Fréttir
- Auglýsing -