spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel og Fortitudo Bologna lögðu Treviso

Jón Axel og Fortitudo Bologna lögðu Treviso

Jón Axel Guðmundsson og Fortitudo Bologna lögðu Treviso í kvöld í úrvalsdeildinni á Ítalíu, 83-70.

Eftir leikinn er Bologna í 14. sæti deildarinnar með tvo sigra og fimm tapaða það sem af er tímabili.

Eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum var Jón Axel kominn aftur af stað með liðinu, en á 26 mínútum spiluðum skilaði hann 3 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Næsti leikur Bologna í deildinni er þann 14. nóvember gegn Venezia.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -