spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel og Bologna töpuðu fyrir Reyer

Jón Axel og Bologna töpuðu fyrir Reyer

Jón Axel Guðmundsson og Fortitudo Bologna máttu þola tap í kvöld fyrir Reyer í ítalska deildarbikarnum 67-95, en keppni í honum er nú áður en deildarkeppnin hefst, þar sem að úrslitin verða leikin 21. september. Bologna hafa til þessa í keppninni tapað þremur leikjum og leita enn að fyrsta sigrinum.

Jón Axel átti ágætis leik þrátt fyrir tapið, skilaði 9 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum á 30 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks

Bologna eru í riðli með Reyer og Reggio Emilia, en liðið sem vinnur þann riðil mun svo leika gegn Pesaro í 8 liða úrslitum þann 18. september.

Næsti leikur Bologna í keppninni er gegn Reggio Emilia komandi laugardag.

Fréttir
- Auglýsing -