spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel og Bologna lutu í lægra haldi gegn Casa Brindisi

Jón Axel og Bologna lutu í lægra haldi gegn Casa Brindisi

Jón Axel Guðmundsson og félagar í Fortitudo Bologna máttu þola tap í kvöld fyrir Casa Brindisi í ítölsku úrvalsdeildinni, 105-93.

Bologna hefur það sem af er tímabili unnið einn leik og tapað tveimur og eru í 8.-15 sæti deildarinnar.

Jón Axel hafði frekar hægt um sig þrátt fyrir að hafa leikið um 27 mínútur í í leiknum, skilaði 3 stigum, 4 fráköstum og stoðsendingu.

Næsti leikur Bologna í deildinni er þann 23. október gegn stórliði AX Armani Exchange Milano.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -