spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel og Alicante á sigurbraut

Jón Axel og Alicante á sigurbraut

Jón Axel Guðmundsson og HLA Alicante lögðu Cantabria í dag í Leb Oro deildinni á Spáni, 65-82, en sigurinn var sá sjötti í röð hjá liðinu.

Á tæpum 22 mínútum spiluðum skilaði Jón Axel fjórum stigum, tveimur fráköstum, þremur stoðsendingum og stolnum bolta.

Alicante eru eftir leikinn í fjórða sæti deildarinnar með fimmtán sigra og sjö töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -