spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel öflugur í endurkomunni

Jón Axel öflugur í endurkomunni

Jón Axel Guðmundsson mátti þola tap í endurkomu sinni í lið HLA Alicante í kvöld er liðið laut í lægra haldi gegn Forca Lleida í Leb Oro deildinni á Spáni, 74-79, en Jón hafði misst af síðasta leik liðsins sökum smávægilegra meiðsla.

Á 27 mínútum spiluðum skilaði Jón Axel 13 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Eftir leikinn er Alicante í 9. sæti deildarinnar með sex sigra og fjögur töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -