spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel öflugur gegn Caceres

Jón Axel öflugur gegn Caceres

Jón Axel Guðmundsson og Alicante lögði Caceres í gærkvöldi í Leb Oro deildinni á Spáni, 88-73.

Jón Axel lék tæpar 33 mínútur og skilaði á þeim 18 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum, en hann var framlagshæstur í liði Alicante í leiknum.

Alicante eru eftir leikinn í 6. sæti deildarinnar með 12 sigra eftir fyrstu 18 umferðirnar, 3 sigurleikjum fyrir neðan Leyma Coruna og Estudiantes sem eru í efstu sætunum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -