Jón Axel Guðmundsson og Burgos máttu þola tap gegn Zaragoza í ACB deildinni á Spáni í dag, 89-102.
Jón Axel er að komast aftur af stað með liðinu eftir meiðsli, en á tæpum 20 mínútum skilaði hann 2 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu.
Nýliðar Burgos hafa farið heldur hægt af stað í sterkri ACB deild, en eftir fyrstu fjórar umferðirnar eru þeir með einn sigur.



