spot_img
HomeFréttirJón Axel í nýliðaval NBA

Jón Axel í nýliðaval NBA

Jón Axel Guðmundsson sem hefur leikið við Davidson skólann undanfarin ár hefur ákveðið að setja nafnið sitt í hattinn í nýliðavali NBA deildarinnar 2019. Nýliðavalið fer fram þann 20. júní næstkomandi í Barclays Center í Brooklyn.

Jón Axel, sem var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur heldur þó þeim möguleika opnum að snúa aftur til Davidson og leika með þeim á lokaárinu sínu.

https://www.instagram.com/p/BwXbE_zARlN/?utm_source=ig_twitter_share&igshid=1oqnlq8bjcy7i


https://twitter.com/Jaxelinn/status/1118575444457140224

Fréttir
- Auglýsing -