spot_img
HomeFréttirJón Axel í nýliðaval NBA deildarinnar

Jón Axel í nýliðaval NBA deildarinnar

Bakvörður Davidson í bandaríska háskólaboltanum og íslenska landsliðsins, Jón Axel Guðmundsson, stefnir á að vera með í nýliðavali NBA deildarinnar sem fram fer í Brooklyn, New York þann 25. júní næstkomandi. Staðfesti leikmaðurinn þetta í samtali við mbl.

Segist Jón í samtalinu vera að vinna í því að velja sér umboðsmann þessa dagana, en að hann sé með nokkra í sigtinu og geri ráð fyrir að hafa lokið því í næstu viku.

Jón hefur síðustu ár leikið við góðan orðstýr hjá liði Davidson í efstu deild háskólaboltans, þar sem að meðal annars hann var valinn leikmaður ársins í deild sinni og var settur á all american lista eftir síðasta tímabil.

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtal sem Karfan tók við Jón eftir síðasta tímabil, um ferilinn hingað til og veruna hjá Davidson:

Fréttir
- Auglýsing -