spot_img
HomeÚti í heimiHáskólaboltinnJón Axel: Hef bætt mikið við minn leik

Jón Axel: Hef bætt mikið við minn leik

Jón Axel Guðmundsson skoraði 22 stig í nótt í öruggum sigri Davidson háskólans í æfingaleik. Davidson villikettirnir mættu þá Washington & Lee skólanum sem lauk með 116-56 sigri Davidson. Jón Axel sagði í samtali við Karfan.is að hann væri í sínu besta formi um þessar mundir og að Davidson stefndi á titilinn aftur. Næsti leikur Davidson er þann 6. nóvember þegar liðið mætir Cleveland State í opnunarleik tímabilsins en við miklu er búist af Davidson í Atlantic 10 riðli háskólaboltans.

Ert þú sáttur með undirbúningstímabilið?
Já það hefur bara gengið frábærlega. Við erum aðeins með einn senior leikmann sem er að útskrifast þetta árið þannig að við erum að treysta á leikmenn á öðru og þriðja ári að leiða mikið og sýna góða fyrirmynd fyrir nýliðana sem eru að koma inn. Ég held að það sé virka mjög vel og nýliðarnir eru að koma frábærlega inn í þetta hjá okkur. Það eru allir í hópnum orðnir mjög spenntir að komast aftur út á völlinn og spila fyrir framan áhorfendur.

Ykkur er spá nokkuð ofarlega í töflunni, hvernig metur þú möguleika Davidson?
Við misstum besta leikmanninn okkar sem var Peyton Aldridge, en við erum bara með svo marga góða leikmenn sem voru að fela sig í fyrra og fá tækifæri til að blómstra í vetur. Við erum mest megnis með sama kjarnann og erum með hörku unga stráka að koma inn. Ég held að það sé ekkert annað en bara að stefna á titillinn aftur og svo vonandi að við náum að koma okkur í top 25 í vetur, það yrði dálítið skemmtilegt. Ég persónulega held að liðið sem heild sé miklu betri heldur en við vorum í fyrra þannig það er bara að bíða og sjá hvað gerist. En ég held að þetta verði mjög gott ár hjá okkur.

Miklar breytingar á hópnum frá síðasta tímabili?
Ég myndi ekkert segja eitthvað fáranlega miklar en erum að missa fjóra leikmenn sem spiluðu mikið og erum að fá fjóra inn sem geta komið og spilað mikið. En ég hef séð það á æfingum að þessi kjarni frá því í fyrra hefur bara bætt sig svo mikið að ég held það verði ekkert vandamál.

En þú sjálfur, hvernig er staðan á þér?
Hef aldrei verið betri. Hef bætt mig líkamlega og hef verið að æfa með þjálfara sem þjálfaði Steph Curry, þannig ég tel mig hafa bætt mikið við leik minn. Vonandi að ég nái að færa það sem ég hef æft í sumar inn á völlinn í vetur.

Fréttir
- Auglýsing -