spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel frábær í sigri Skyliners á Mitteldeutscher

Jón Axel frábær í sigri Skyliners á Mitteldeutscher

Jón Axel Guðmundsson og Fraport Skyliners unnu í kvöld lið Mitteldeutscher í úrvalsdeildinni í Þýskalandi, 89-95. Skyliners eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með fjóra sigra og sex tapaða leiki það sem af er tímabili.

Jón Axel lék mest allra í liði Skyliners í kvöld, rúmar 36 mínútur. Á þeim skilaði hann 18 stigum, 3 fráköstum, 9 stoðsendingum og 3 stolnum boltum. Næsti leikur Skyliners í deildinni er gegn Gottingen þann 10. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -