spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel frábær er Skyliners unnu sinn annan leik á jafn mörgum...

Jón Axel frábær er Skyliners unnu sinn annan leik á jafn mörgum dögum

Jón Axel Guðmundsson og Fraport Skyliners lögðu Rasta Vechta fyrr í dag í þýsku bikarkeppninni, 80-89. Skyliners því komnir með tvo sigurleiki en eitt tap í keppninni til þessa, en áður höfðu þeir tapað fyrir Göttingen áður en þeir unnu Giessen í gær.

Jón Axel var atkvæðamesti leikmaður vallarins í dag, á rúmri 31 mínútu spilaðri skilaði hann 22 stigum, 4 fráköstum og 5 stoðsendingum. Þá var hann einkar skilvirkur í leiknum, setti öll 3 þriggja stiga skot sín niður og var með 86% skotnýtingu í heildina.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -