spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel frá vegna meiðsla

Jón Axel frá vegna meiðsla

Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson verður fjarri góðu gamni í næsta leik liðs síns HLA Alicante í Leb Oro deildinni á Spáni. Staðfestir félagið það á samfélagsmiðlum fyrr í dag að Jón Axel verði frá vegna smávægilegra meiðsla sem hann varð fyrir í síðustu viku, en ekkert er frekar tekið fram með hversu lengi hann verður frá eða hvers eðlis meiðslin séu.

Í samtali við Körfuna fyrr í dag staðfestir Jón Axel fregnirnar og segir enn frekar að um bólgur í hnéi sé að ræða og að ekki sé komið í ljós hvort að hann missi af fleiri leikjum en þeim er fram fer nú um helgina hjá Alicante, en ástand hans verði metið aftur í næstu viku.

Fréttir
- Auglýsing -