spot_img
HomeFréttirJón Axel: Fannst það vera rétti tímapunkturinn

Jón Axel: Fannst það vera rétti tímapunkturinn

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var að klára sitt þriðja tímabil fyrir Davidson í bandaríska háskólaboltanum. Síðan að Jón fór upphaflega út fyrir þremur árum hefur honum á hverju ári tekist að bæta sig tölfræðilega, 17 stig, 7 fráköst, 5 fráköst og 46% skotnýting á þessu síðasta tímabili, sem skilaði honum meðal annars besta leikmanns verðlaunum Atlantic 10 deildarinnar sem Davidson leikur í og á lista yfir “honarable mention” AP í all american lið háskólaboltans í heild.

Eftir þetta frábæra tímabil ákvað Jón að skrá sig í nýliðaval NBA deildarinnar, sem fram fer þann 20. júní næstkomandi í New York. Fram að því verða einhverjar hræringar, þar sem leikmenn líkt og Jón æfa fyrir og ræða við hin og þessi lið NBA deildarinnar um þann möguleika að þau velji þá. Fari þó svo að hann verði ekki valinn hafa nýjar reglur NCAA þau áhrif að Jóni er frjálst að mæta aftur til Davidson og klára lokaár sitt þar.

Gríðarlega spennandi tímar fyrir leikmanninn unga og þá fjölmörgu aðdáendur sem hann á sér hér heima og ytra. Karfan setti sig í samband og fékk að spyrja hann aðeins út í tímabilið, NBA möguleikann og framtíðina.

Eitt tímabilið enn komið í pokann hjá þér, nú valinn leikmaður deildarinnar. Þú hlýtur að vera ánægður með þetta síðasta tímabil fyrir þig persónulega?

“Jamm auðvitað alltaf ánægður þegar maður fær einhverjar viðurkenningar. Það skemmtilegasta fyrir mig var bara sjá alla vinnuna sem ég hafði lagt í gymið seinasta sumar skila sér inni á vellinum. Það er það sem skipti mestu máli, svo eru viðurkenningarnar bara eitthvað til að bakka það upp”

Davidson ekki í Marsfárinu, en þó margir jákvæðir hlutir fyrir ykkur sem lið. Hvað fannst þér ganga vel hjá ykkur í vetur?

“Við vorum einhvern veginn bara að finna okkur sem lið allt tímabilið. Við vorum bara svona upp og niður, náðum aldrei að finna þessa fínu linu. Mér fannst við mjög góðir varnarlega í ár, fyrir skóla sem er ekki þekktur fyrir að spila vörn, þá gerðum við mjög vel”

Þú ákveður að skrá þig í nýliðaval NBA deildarinnar eftir þetta síðasta ár, ertu vongóður um að nafnið verði kallað?

“Það er svo erfitt að segja. Maður veit kannski meira þegar maður er búinn að æfa fyrir fleiri lið og fá meira feedback frá NBA gaurunum”

Afhverju ákvaðstu að skrá þig í valið núna?

“Bara fannst það vera rétti tímapunkturinn, nýkominn af hörku tímabili og finnst ég vera búinn að sýna nóg. Svo eru líka nýjar reglur í NCAA, sem leyfa mér að declare-a og fá workout með NBA liðum og fara aftur í háskóla. Þannig allt processið meikaði mikinn sense”

Að sjálfsögðu heldur í það að mega mæta á parketið aftur með Davidson verðir þú ekki valinn, var sú staðreynd, að þú mættir spila áfram með Davidson þér mikilvæg?

“Að sjalfsögðu eftir næsta ár verð ég kominn með háskólagráðu, þannig maður stefnir alltaf á að ná í hana hvort sem það verður á næsta ári eða hvað”

Þú sagðir fyrir síðasta tímabil að þú vildir taka framförum, sem þú og svo gerðir, en hvert er markmiðið fyrir næsta tímabil?

“Það er ennþá fullt sem ég get bætt við minn leik þannig markmiðið er bara verða ennþá betri heldur en ég er í dag. Vonandi skilar það einhverju almennilegu!”

Einn besti leikmaður í heiminum í dag, leikstjórnandi NBA meistara Golden State Warriors, Stephen Curry, lék með liði Davidson frá árinu 2006 til 2009 og mætir reglulega á leiki hjá sínu gamla liði.

Alveg að lokum, hvernig gæji er Stephen Curry?

“Algjör topp gæji! Þegar hann kemur þa chillar hann með okkur inni í klefa í svona klukkutíma eða svo og er bara að spjalla og djóka með okkur eins og hann sé í liðinu”

Fréttir
- Auglýsing -