spot_img
HomeFréttirJón Arnór verður ekki með í kvöld

Jón Arnór verður ekki með í kvöld

13:37
{mosimage}

(Jón Arnór er í Rómarborg þessa dagana að ganga frá sínum málum og verður ekki með í kvöld)

Hér með leiðréttist það að Jón Arnór Stefánsson mun ekki leika með KR í kvöld gegn ÍR þegar liðin mætast kl. 19:15 í DHL-Höllinni í Vesturbænum í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins.

Jón Arnór er á Ítlaíu að ganga frá sínum málum þar fyrir veturinn og þá mun Pálmi Freyr Sigurgeirsson ekki heldur vera með í kvöld þar sem hann er erlendis vegna vinnu sinnar. Ólafur Már Ægisson er meiddur en hann snéri sig á æfingu fyrir tveimur dögum, Páll Fannar Helgason tognaði á hné, Snorri Páll Sigurðsson er tábrotinn og Guðmund Þór Magnússon er tognaður á hásin.

ÍR-ingar leika í kvöld án Hreggviðs Magnússonar sem er meiddur en von er á að Sveinbjörn Classen leiki en hann hefur einnig átt við meiðsli að stríða.

Þetta kemur fram á heimasíðu KR í dag

Fréttir
- Auglýsing -