13:15
{mosimage}
(Jón Arnór)
Jón Arnór Stefánsson hefur glatt margan Frónverjann með endurkomu sinni í íslensku deildina og á köflum hafa margir körfuknattleiksunnendur tekið andköf af yfirburðum leikmannsins á vellinum. Mikið mun mæða á Jóni í dag í undanúrslitaviðureign KR og Grindavíkur í Subwaybikarnum.
Ertu klár í slaginn?
Ég er góður, bara fínn!
Hvernig er stemmningin fyrir leiknum?
Við erum tilbúnir í þetta og höfum verið að æfa vel, ekkert stress og bara stemmdir.
Þið eruð að mæta núna nokkuð breyttu Grindavíkurliði frá síðustu viðureign liðanna!
Væntanlega víst þeir eru komnir með Nick Bradford og þá verðum við að aðlaga okkur að þeim eða þeir að okkur. Annars er þetta ekkert leyndarmál, við verðum bara að spila góða vörn, vera vel stemmdir og sterkir í hausnum.
Þið hafið átt það til að lenda snemma undir í mörgum leikjum. Verður það uppi á teningnum í dag?
Það kemur bara í ljós, ég veit það ekki. Annars býst ég við jöfnum hörkuleik og það getur vel verið að þetta ráðist á enn einni flautukörfunni. Við erum að mæta jafn góðu liði og við erum og erum tilbúnir undir svakalegan leik.
Hvar er líklegt að leikurinn ráðist?
Hann ræðst á vörninni! Það er þannig hjá okkur og vonandi náum við að loka á skytturnar. Við lokuðum vel á Pál Axel í síðasta leik en hann er fáránlega góður og við munum t.d. einbeita okkur að honum.
Er það lágmarkskrafa að það mæti minnst 1000 manns í DHL-Höllina í dag?
Ég heyrði að það yrði stútfullt hús og brjáluð stemmning. Þannig vill maður spila alla leiki og það ætti enginn að láta þetta fram hjá sér fara.



