spot_img
HomeFréttirJón Arnór til Pamesa Valencia á Spáni

Jón Arnór til Pamesa Valencia á Spáni

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson hefur skrifað undir 3ja ára samning við spænska liðið Pamesa Valencia sem enduðu í 9. sæti spænsku ACB deildarinnar.  

ACB deildin á spáni er gríðarlega sterk og komst Pamesa Valencia í úrslit í spænska bikarnum.  

Jón Arnór kveður því Ítalíu eftir eitt ár þar sem að hann lék mjög vel.  Það verður spennandi og krefjandi verkefni fyrir Jón Arnór að aðlagast enn einum leikstílnum, en Jón Arnór er alhliða leikmaður sem á Ítalíu var mikið í varnarhlutverki og verður gríðarlega gaman að fylgjast með þessum magnaða leikmanni leika á spáni.  

Pamesa Valencia eru þekktir fyrir sinn appelsínugula lit og einnig gríðarlega sterkt knattspyrnulið.   Jón Arnór þriðji leikmaðurinn á spáni, fyrir á spáni er Pavel Ermolinski hjá meisturunum Unicaja Malaga og nú á dögunum skrifaði Hörður Axel Vilhjálmsson undir samning við Gran Canaria.  

Frétt af www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -