spot_img
HomeFréttirJón Arnór: Þurfum góða byrjun

Jón Arnór: Þurfum góða byrjun

CAI Zaragoza verður í sviðsljósinu í kvöld þegar liðið mætir Caja Laboral í spænska Konungsbikarnum. Leikið er á heimavelli Caja Laboral og segir Jón Arnór Stefánsson leikmaður Zaragoza það vera forskot Caja í leiknum að leika heima.
 
,,Það eru allir gíraðir fyrir leikinn, ég er allur að koma til en það vantar svolítið upp á,” sagði Jón sem lék í fjórar mínútur í tapleik með Zaragoza um síðustu helgi. ,,Við sjáum bara til hvernig leikurinn spilast og vonandi kemst ég eitthvað inn í þetta. Ég hefði viljað spila meira í síðasta leik en því miður var leikurinn lélegur og ég fékk lítið tækifæri,” sagði Jón en hvernig metur hann möguleika Zaragoza í leiknum gegn Caja í kvöld?
 
,,Möguleikarnir eru bara góðir, þeirra forskot er heimavöllurinn. Við þurfum góða byrjun og vörnin þarf að vera upp á sitt besta.”
 
Leikirnir í Konungsbikarnum á Spáni:
 
7. febrúar
Real Madrid – Barcelona (19:00 staðartími – 18:00 ÍSL tími)
Caja Laboral – CAI Zaragoza (21:30 staðartími – 20:30 ÍSL tími)
 
8. febrúar
Valencia  – Asefa Estudiantes
H. Gran Canaria – Uxeo Bilbao Basket
  
Fréttir
- Auglýsing -