spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaJón Arnór: Tek eitt tímabil í viðbót

Jón Arnór: Tek eitt tímabil í viðbót

Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR og einn besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi var gestur í Podcastinu Millivegurinn á dögunum. Þar ræddi hann allt milli himins og jarðar, bæði tengt körfubolta og ekki. 

 

Þegar vel er liðið á podcastið berst talið að því hvað Jón Arnór skilgreinir sig og hvað hann vill skilgreina sig í framtíðinni. Hann segir þar að körfubolti, íþróttir, mannleg samskipti og rekstur sé eitthvað sem heilli henni og hann sjái fyrir sér að tengja þá saman í framtíðinni.

 

„Ég á dálítið eftir að henda mér í djúpu laugina og prófa þessa hluti. Maður getur alltaf frestað því og spilað aðeins lengur. En ég ætla ekki að vera sá gaur. Ég er bara búinn að ákveða að taka eitt tímabil í viðbót og svo hendi ég mér í djúpu laugina.“ segir Jón Arnór í spjallinu og gefur þar til kynna að komandi tímabil sé hans síðasta á ferlinum. 

 

Hvort Jón Arnór muni taka Kobe Bryant sér til fyrirmyndar og taka „Farewell Tour“ á þessu síðasta tímabili skal látið ósagt en ljóst er að það styttist í annan endan á ferli þessa stórkostlega íþróttamanns. Hægt er að finna hið stórskemmtilega podcast „Millivegurinn“ með Jóni Arnóri á helstu podcastveitum og hér að neðan. 

Fréttir
- Auglýsing -