spot_img
HomeFréttirJón Arnór tapar fyrir fyrrum félögum sínum

Jón Arnór tapar fyrir fyrrum félögum sínum

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Unicaja Malaga tóku á móti fyrrum liðsfélögum Jóns í CAI Zaragoza í spænsku deildinni í gær. Zaragoza fór heim með sigurinn eftir jafnan leik, 86-90. 

 

Jón Arnór skoraði 4 stig í leiknum og bætti við 2 fráköstum og 1 stoðsendingu. Stigahæstur hjá Zaragoza var Jason Robinson með 19 stig en Jayson Granger leiddi heimamenn með 28 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar.

 

Unicaja sitja þó sem fastast í öðru sæti deildarinnar með 24 sigurleiki og 7 töp.

Fréttir
- Auglýsing -