spot_img
HomeFréttirJón Arnór Stefánsson: við lifum og deyjum með þriggja stiga skotunum

Jón Arnór Stefánsson: við lifum og deyjum með þriggja stiga skotunum

11:52
{mosimage}
(Jón Arnór skorar 2 af 20 stigum sínum í leiknum í gær)

Jón var ekki á því að menn ættu að vera niðurlútir eftir leikinn því Svartfjallaland væri í raun topp A-þjóð.  “ Þetta er nátturulega bara topp A-þjóð í körfubolta, eða þeir verða það.   Þeir voru mjög ósáttir við það að þurfa að taka þátt í þessari B deild, fannst það vera svona svolítið niðurlægandi".  Svona hugsunarháttur dregur þó ekki úr mönnum eins og Jón Arnóri.  “ Við förum nátturulega í alla leiki til þess að gera okkar besta og við vorum ágætir í byrjun en það var eftir nokkrar mínútur að við misstum aðeins tökin á þessu.  Einbeitingin datt svolítið niður og þá trúðum við kannski ekki alveg nógu mikið á þetta en við náðum að rífa okkur upp í seinni hálfleik”.  
  Íslands skoraði aðeins 66 stig í leiknum í gær og spyrja menn hvort það sé sóknarleikurinn sem er að klikka.  “ Já, sérstaklega á móti svona stórum köllum, drekum.  Þeir eru að setja að setja pressu á okkur og eru með góða varnartaktík.  Þeir eru að loka á þegar við erum að taka þessa “vaggó-veltu” og svo eru þeir bara með einhverja durga þarna inní sem standa bara inní miðjunni.  Það er erfitt að drive-a á körfuna, erfitt fyrir okkar stóru kalla að fá eitthvað.  Við erum nátturulega litlir þannig að við lifum og deyjum með þriggja stiga skotum og þessum jump-skotum.  Það er ekkert hægt að treysta á það”.

Jón Arnór var mjög spenntur fyrir næsta og jafnframt lokaleik Íslenska liðsins í fyrri umferð B-deildarinnar.  “ Við erum bara spenntir að klára þetta dæmi með stæl.  Ég tel að við eigum miklu meiri séns að vinna í Austurríki.  Það er svona leikur sem gæti snúið þessu við.  Við töpum hérna heima en gætum unnið það upp með Austurríkisleiknum”.  Er það raunhæf krafa að vinna þann leik? “  Það verður að vera það.  Við krefjumst þess að koma í leikinn með það í huga að vinna leikinn.  Annars geta menn bara verið heima”. 

Gísli Ólafsson

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -