spot_img
HomeFréttirJón Arnór skipaður formaður

Jón Arnór skipaður formaður

Jón Arnór Stefánsson, fyrrum landsliðsmaður, hefur verið skipaður formaður stjórnar Þjóðarhallar ehf., nýs félags ríkis og borgar sem sett hefur verið saman í kringum byggingu nýrrar þjóðarhallar í Reykjavík. Í þessari stjórn Þjóðarhallar ehf. eru ásamt Jóni þau Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, Þórey Edda Elísdóttir, Ómar Einarsson og Ólöf Örvarsdóttir, en varamenn eru Högni Haraldsson og Þórhildur Lilja Ólafsdóttir.

Greint var frá undirritun samnings um stofnun þessa félags í gær, en það er 55% í eigu ríkisins og 45% í eigu Reykjavíkurborgar. Samkvæmt tilkynningu er fyrsta verkefni stjórnar að hefja forval fyrir samkeppnisútboð um hönnun og byggingu mannvirkisins.

Fréttir
- Auglýsing -