Jón Arnór Stefánsson fylgdist með íslenska landsliðinu af bekknum í síðari hálfleik og sagði það ekki erfiða reynslu, gaman væri að sjá liðsfélagana í átökunum. Jón lék aðeins í tæpar 18 mínútur í dag og skoraði 3 stig. Hann sagði að íslenska liðið hefði þurft miklu meiri orku í sinn leik til að stríða Serbunum betur og var þess fullviss að orkan yrði miklu betri á morgun.



