spot_img
HomeFréttirJón Arnór semur til loka tímabils

Jón Arnór semur til loka tímabils

 

Nú er það orðið ljóst að þriggja mánaða samningur sem að Jón Arnór Stefánsson gerði við Valencia í lok EM í sumar mun verða framlengdur til loka tímabilsins. Þetta staðfesti Jón Arnór í samtali við Karfan.is nú í kvöld. "Þeir vilja semja og við göngum líkast til frá þessu á fimmtudag nk. " sagði Jón Arnór eftir æfingu með liðinu í kvöld. 

 

Sem fyrr segir hafði Jón Arnór aðeins samið til þriggja mánaða við Valencia og sá samningur rennur út nú 17. desember nk. "Umboðsmaður minn kemur á miðvikudag og við tyllum okkur þá niður með forráðamönnum liðsins og klárum þetta." bætti Jón Arnór svo við. 

 

Þetta ætti svo sem að koma fáum á óvart þar sem að Jón Arnór hefur verið að spila gríðarlega vel fyrir liðið og Valencia ósigraðir sem af er tímabilsins í öllum keppnum.  Svo virðist sem að Jón Arnór sé einnig einkar vel liðinn hjá stuðningsmönnum Valencia sem höfðu sótt það hart að samningur Jóns yrði framlengdur. 

Fréttir
- Auglýsing -