Lokahóf KKÍ fór fram í Ægisgarði nú í hádeginu þar sem viðurkenningar voru veittar fyrir þá leikmenn og þjálfara sem höfðu skarað framúr á nýliðnu tímabili.
Jón Arnór Stefánsson úr KR og Thelma Dís Ágústsdóttir úr Keflavík voru valin bestu leikmenn ársins í Dominos deildum karla og kvenna. Þá var Sóllilja Bjarnadóttir úr Breiðablik og Róbert Sigurðsson úr Fjölni valin best úr 1. deild kvenna.
Þórir Guðmundur og Birna Valgerður voru valin bestu ungi leikmenn deildanna en öll verðlaunin má finna hér að neðan. Frekari umfjöllun um verðlaunaafhendinguna er væntanlega á Karfan.is í dag.
Dominos deild kvenna:
Úrvalslið Dominos deildar kvenna 2016-2017:
Berglind Gunnarsdóttir Félag: Snæfell
Emelía Ósk Gunnarsdóttir Félag: Keflavík
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Félag: Skallagrímur
Thelma Dís Ágústsdóttir Félag: Keflavík
Ragna Margrét Brynjarsdóttir Félag: Stjarnan
Besti leikmaður Dominos deildar kvenna 2016-2017
Thelma Dís Ágústsdóttir Félag: Keflavík
Besti erlendi leikmaður Dominos deildar kvenna 2016-2017
Arianna Moorer Félag: Keflavík
Besti þjálfari Dominos deildar kvenna 2016-2017:
Sverrir Þór Sverrisson Félag: Keflavík
Besti ungi leikmaður Dominos deildar kvenna 2016-2017:
Birna Valgerður Benónýsdóttir Félag: Keflavík
Besti varnarmaður Dominos deildar kvenna 2016-2017:
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir Félag: Keflavík
Dominos deild karla:
Úrvalslið Dominos deildar karla: 2016-2017:
Matthías Orri Sigurðarson Félag: ÍR
Logi Gunnarsson Félag: Njarðvík
Jón Arnór Stefánsson Félag: KR
Ólafur Ólafsson Félag: Grindavík
Hlynur Bæringsson Félag: Stjarnan
Besti leikmaður Dominos deildar karla 2016-2017:
Jón Arnór Stefánsson Félag: KR
Besti erlendi leikmaður Dominos deildar karla 2016-2017:
Amin Stevens Félag: Keflavík
Besti þjálfari Dominos deildar karla 2016-2017:
Jóhann Þór Ólafsson Félag: Grindavík
Besti ungi leikmaður Dominos deildar karla 2016-2017:
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson Félag: KR
Besti varnarmaður Dominos deildar karla 2016-2017:
Hörður Axel Vilhjálmsson Félag: Keflavík