Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon hafa báðir samið á nýjan leik við uppeldisfélag sitt, meistara síðustu sex ára, í KR.
Einhver óvissa var uppi með hvort þessir reynsluboltar myndu halda áfram með liði sínu, hætta eða halda á önnur mið nú í sumar. Samningur þeirra hljóðar upp á eitt ár, en ekkert hefur verið gefið út með hvort þetta verði þeirra síðasta hjá félaginu eða yfir höfuð.
Helgi kom til liðsins um síðustu áramót og var mikilvægur hlekkur í meistaraliði KR sem vann sinn sjötta titil í röð. Jón kom aftur til liðsins eftir að hafa spilað í efstu deild á Spáni árið 2016 og hefur því verið þáttakandi í þremur af þessum sex sem liðið hefur unnið í röð.