spot_img
HomeFréttirJón Arnór og Eiður Smári gefa áritaðar treyjur í þágu Neistans!

Jón Arnór og Eiður Smári gefa áritaðar treyjur í þágu Neistans!

12:15
{mosimage}

(Jón Arnór styður gott málefni í dag í Stjörnugolfinu) 

Stjörnugolf Nova hófst í morgun klukkan 10 á Urriðavelli í Garðabæ. Um 20 þjóðþekktir einstaklingar taka þátt í mótinu, á meðal þeirra eru Jón Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður og Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður. Veffréttamiðillinn www.fotbolti.net greinir frá þessu í dag.  

Eiður Smári og Jón Arnór tilkynntu aðstandendum Stjörnugolfs í morgun að þeir ætla að gefa áritaðar keppnistreyjur í þágu Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, og er öllum opið að bjóða í þær til klukkan 15 í dag.  

Eiður Smári gefur treyjuna sem hann spilaði í með Barcelona á undirbúningstímanum og Jón Arnór treyjuna sem hann spilaði í á nýliðnu keppnistímabili með Roma á Ítalíu.  Þátttakendum í Stjörnugolfi Nova stendur opið að bjóða í treyjurnar sem og landsmönnum öllum. Þeir sem hafa áhuga og vilja eignast treyjurnar geta hringt í fulltrúa Stjörnugolfs Nova í síma 7701071.  

Einnig er hægt að styrkja Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna með því að hringja í síma 908-1000 til að gefa 1.000 krónur eða fara á heimasíðu Neistans, www.neistinn.is

Hér á landi greinast um 70 börn á ári með hjartagalla og þarf tæplega helmingur þeirra að gangast undir aðgerð af einhverju tagi. Mörg barnanna þurfa að gangast ítrekað undir aðgerðir erlendis. Útgjöld fyrir eina aðgerð geta numið hundruð þúsunda króna og því eru framlög úr styrktasjóði Neistans mikilvæg lífæð fyrir fjölskyldur hjartveikra barna.

www.fotbolti.net

Fréttir
- Auglýsing -