spot_img
HomeFréttirJón Arnór meiddur aftur

Jón Arnór meiddur aftur

13:00

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson er meiddur á nýjan leik, en meiðsli í læri tóku sig aftur upp í meistaradeildarleiknum gegn Frökkunum.  Roma töpuðu fyrir La Fortezza Bologna 69-75 og eru úr leiki í bikarkeppninni.

Roma byrjuðu undir 0-13 en náðu aðeins að koma sér inní leikinn og staðan eftir fyrsta leikhluta 12-23, en La Fortezza Bologna leiddu í hálfleik 28-41.  Roma áttu algjörlega þriðja leikhlutann og náðu muninum niður í 52-56, en þeir náðu að jafna tvívegis í leikhlutanum.  Mikil spenna var í þeim fjórða og í stöðunni 64-66 Bologna í vil, rúm mínúta eftir en þá skoruðu Bologna 2-9 og náðu að tryggja sér sigur og sæti í undanúrslitum bikarsins.

Bikardraumur Roma er því úti og liðið getur tekið sér helgarfrí.

Jón Arnór Stefánsson lék því miður ekki með þar sem að meiðsli hans tóku sig upp að nýju og er óvíst hversu lengi hann verður frá keppni en við munum greina frá því um leið og við vitum meira.

www.kr.is/karfa

Mynd: www.virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -