16:39
{mosimage}
Fjögur NBA-lið munu leika í Evrópu á undirbúningstímabilinu, Memphis Grizzlies, Toronto Raptors, Boston Celtics og Minnesota Timberwolves. Þessi lið verða við keppni og æfingar í Evrópu 1. -11. október og leika þau m.a. í London, Róm, Treviso, Madrid, Malaga og Istanbúl.
Á laugardag leikur Minnesota gegn Efes Pilsen í Tyrklandi, Boston og Toronto leika á sama tíma í Róm á Ítalíu. Sunnudaginn 7. okt. verður leikið í Róm en þar verður íslenski landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson í eldlínunni með Lottomatica Róma gegn Toronto Raptors frá Kanada. Þann 9. október leikur Memphis gegn Unicaja Málaga á Spáni en íslenski landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij er samningsbundinn Unicaja en hann er í láni hjá Huelva á þessari leiktíð.
Boston Celtics og Minnesota Timberwolves leika þann 10. okt. í London á Englandi en þetta verður fyrsti leikur Kevin Garnett með Boston Celtics frá því hann fór frá Minnesota í sumar. Tveir leikir fara fram í Madrid þann 11. október þar sem MMT Estudiantes frá Spáni leikur gegn Memphis og Real Madrid leikur gegn Toronto Raptors.
Mynd: www.virtusroma.it