spot_img
HomeFréttirJón Arnór með pistil á heimasíðu Meistaradeildarinnar

Jón Arnór með pistil á heimasíðu Meistaradeildarinnar

21:40

{mosimage}

Íslenski landsliðsmaðurinn í körfuknattleik, Jón Arnór Stefánsson, skrifar pistil á heimasíðu Meistaradeildar Evrópu sem birtur var í dag. Þar fer Jón Arnór yfir undirbúning ítalska liðsins Lottomatica Roma gegn Barcelona í 16-liða úrslitum keppninnar en leikið verður á Spáni á fimmtudag.

Roma hefur unnið einn leik og tapað einum fram til þessa í 16-liða úrslitum keppninnar en tvö efstu liðin komast áfram í 8-liða úrslit.

Roma tapaði naumlega gegn rússneska Evrópumeistaraliðinu CSKA í Moskvu í fyrsta leiknum í 16-liða úrslitum en Roma lagði síðan Unicaja Malaga frá Spáni á heimavelli í síðustu viku.

„Þrátt fyrir að hafa tapað á lokasekúndunum gegn CSKA sýndum við að Roma getur keppt um efstu sætin í þessum riðli. Við höfum trú á því að við eigum möguleika gegn öllum liðum. Það er mikilvægt,“ segir Jón Arnór m.a. í pistli sínum.

www.mbl.is 

Mynd: AFP

Fréttir
- Auglýsing -