spot_img
HomeFréttirJón Arnór með nokkur tilboð

Jón Arnór með nokkur tilboð

09:26
{mosimage}

Framtíð Jóns Arnórs Stefánssonar er enn óráðin en hann er nú farinn til Ítalíu til þess að ganga frá sínum málum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og á www.visir.is

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Jón Arnór með tilboð frá nokkrum liðum og því óvissa um hvort hann verður áfram í herbúðum Lottomatica Roma.
Rómarliðið hefur gengið í gegnum mikla uppstokkun í sumar og þrír byrjunarliðsmenn eru þegar horfnir á braut. Jón Arnór dróg sig út úr landsliðshópnum sem fer til Litháens um helgina til þess að fara út og ganga frá sínum málum. Hann verður síðan með liðinu í öðrum verkefnum haustsins.

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -