Framtíð Jóns Arnórs Stefánssonar er enn óráðin en hann er nú farinn til Ítalíu til þess að ganga frá sínum málum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og á www.visir.is
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Jón Arnór með tilboð frá nokkrum liðum og því óvissa um hvort hann verður áfram í herbúðum Lottomatica Roma.
Rómarliðið hefur gengið í gegnum mikla uppstokkun í sumar og þrír byrjunarliðsmenn eru þegar horfnir á braut. Jón Arnór dróg sig út úr landsliðshópnum sem fer til Litháens um helgina til þess að fara út og ganga frá sínum málum. Hann verður síðan með liðinu í öðrum verkefnum haustsins.
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á síðunni okkar. Með því að nota síðuna okkar samþykkir þú notkun vafraköku.
Þessi vefsíða notar vafrakökur
Vefsíður geyma vafrakökur til að auka virkni og sérsníða upplifun þína. Þú getur stjórnað stillingum þínum, en að loka fyrir sumar vafrakökur getur haft áhrif á afköst og þjónustu síðunnar.
Essential cookies enable basic functions and are necessary for the proper function of the website.
Name
Description
Duration
Cookie Preferences
This cookie is used to store the user's cookie consent preferences.