14:30
{mosimage}
Lottomatica Roma náðu ekki að sigra topplið Ítölsku deildarinnar og eru því Montepaschi Siena enn taplausir á toppi Ítölsku deildarinnar, lokatölur 92-76. Jón Arnór var ekki í byrjunarliði Roma.
Fyrir leikinn voru Lottomatica Roma einir í öðru sæti á eftir Montepaschi Siena sem voru taplausir. Heimamenn byrjuðu gríðarlega sterkt og komust í 13-0, en það var Jón Arnór Stefánsson sem skoraði fyrstu körfu gestanna eftir að hafa komið af bekknum. Staðan eftir fyrsta leikhluta 21-13. Í öðrum leikhluta fór munurinn mest í 14 stig en Roma náðu að minnka muninn í 36-30. Jón Arnór skoraði síðustu körfu hálfleiksins og minnkaði muninn í 43-34 sem var staðan í hálfleik.
Í þriðja leikhluta voru Montepaschi Siena alltaf með leikinn í öruggum höndum, þeir leidddu með 8 – 10 stigum en mest komust þeir yfir 20 stig 72-52, staðan eftir þrjá leikhluta 72-57. Í fjórða leikhluta héldu heimamenn forystunni og náðu þeir 18 stiga forskoti, Roma gerðu harða atlögu en náðu muninum minnst niður í 13 stig þegar að Jón Arnór skoraði úr þriggja. Lokatölur 92-76 og Montepaschi Siena enn taplausir.
Jón Arnór byrjaði ekki leikinn en kom sterkur inn, hann skoraði 8 stig setti niður eitt af þremur í tveggja en tvö af tveimur í þriggja. Jón tók einnig tvö fráköst.
Með tapinu féllu Roma í þriðja sætið jafnir Angelico Biella að stigum. Næsti leikur hjá Roma er gegn Panathinaikos fimmtudaginn 13. desember
Tölfræði leiksinswww.kr.is/karfa
Mynd: www.virtusroma.it



