Jón Arnór og félagar hans tóku á móti Fuenlabrada í gær og fóru með sigur af hólmi 83-76. Jón Arnór spilaði 22 mínútur og skoraði á þeim 6 stig ásamt því að senda 2 stoðsendingar.
Það má segja að þetta komi hjá Jóni hægt og bítandi eftir meiðslin en honum er greinilega ætla hlutverk í þessu liði þar sem spilatími hans virðist vera að aukast með hverjum leik. Jón var hinsvegar ekkert að hitta gríðarlega vel í gær þar sem hann setti aðeins 1 skot af þeim 6 sem hann tók í leiknum en af vítalínunni setti hann 4 af 5.
Myndbrot úr leiknum er hægt að sjá á Karfan TV og fyrir þá sem eru sleipir í spænskunni þá er lýsing leiksins í hönum kollega okkar á Spáni.



